Gefið Loðinbarðanum að borða

3.990 kr
SKU GMK2

Gefið Loðinbarðanum að borða er skemmtilegt hreyfi spil.

Aldur: 3 – 6 ára Fjöldi leikmanna: 2 – 5 Leiktími: 15 mín Innihald: 1x frístandandi loðinbarði, 1x teningur, 1x skeið, 1x lukkuhjól, 24x matarspjöld og 12x gotterísspjöld (mmm - yummy!). Gefið loðinbarðanum er fyrirtaks leið til að kenna yngri börnum líkamsvitund, handlagni, fínhreyfingar og talningu – með því að hafa gaman! Að auki læra börnin að kasta tening, snúa hjóli, skiptast á og vinna saman. Spilið er í þremur erfiðleikastigum sem hentar mismunandi þroska. Gefið loðinbarðanum er samvinnuspil. Það þýðir að leikmenn vinna að sama takmarki, en ekki gegn hvoru öðru. Leikmenn hjálpast að, enginn er út undan og allir skemmta sér! Samvinnuspil vekja öryggistilfinningu hjá börnum sem eru að læra að spila. Hjá þeim eldri og reyndari byggja þau upp sjálfstraust og samvinnuhæfni.

Spilareglur á íslensku.