Hugarfrelsi
Loka
Flokka eftir
Hlaða fyrri síðu
- 3,500 kr
Hugarfrelsi - jákvæðar staðhæfingar
HugarfrelsiHugarfrelsi eru 77 falleg spjöld með jákvæðum staðhæfingum á fyrir þig og þína. Upplagt er að byrja alla daga á að draga jákvæða staðhæfingu og leyfa henni að leiða þig inn í daginn. Hugarfrelsi kemur í fallegum poka sem hægt er að hengja á snaga, hurð, náttborð ofl. Hugarfrelsi er tilvalin gjöf við ýmis tækifæri fyrir börn, unglinga og fullorðna. Dragðu Hugarfrelsi á hverjum degi og leyfðu orðunum að leiða þig áfram. - 5,490 kr
Jógaspjöld frá Hugarfrelsi
HugarfrelsiFalleg jógaspjöld fyrir krakka í leik og námi. Jógaspjöld Hugarfrelsis eru upplögð í að: kynnast jóga með leik efla ímyndunarafl rækta félagsfærni efla einbeitingu þjálfa liðleika og styrk Um er að ræða stokk með 32 spjöldum með fjölbreyttum jógastöðum, táknmyndum og heiti jógastöðunnar. Gaman er að leyfa börnunum að draga spjald og herma eftir jógastöðunni eða búa til sögu úr nokkrum jógaspjöldum. Einnig er hægt að útfæra skemmtilega leiki með spjöldunum og einfaldar jógarútínur. - 4,850 kr
Öndunarspjöld frá Hugarfrelsi
HugarfrelsiSkemmtileg öndunarspjöld fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri. Öndunarspjöld Hugarfrelsis eru upplögð í að: • kynnast öndunaræfingum með leik • auka ró og núvitund • efla ímyndunarafl og einbeitingu Um er að ræða stokk með 41 spjaldi með einföldum öndunaræfingum. Á framhlið hvers spjalds er heiti öndunaræfingarinnar og mynd. Aftan á spjaldinu er æfingin útskýrð. Gaman er að leyfa barni að draga spjald og herma eftir öndunaræfingunni. Einnig er hægt að útfæra skemmtilega leiki með spjöldunum.